Transcendental Meditation

Iceland: Learn Transcendental Meditation (TM)

Iceland Transcendental Meditation Teachers and TM Centers

Website: click here
More information contact here

Íslenska íhugunarfélagið

Íslenska íhugunarfélagið var stofnað í Reykjavík árið 1975. Hlutverk þess er að kynna og kenna Innhverfa íhugun, aðferðir og fræði Maharishi til andlegs þroska.
Hátt á fjórða þúsund Íslendingar hafa lært Innhverfa íhugun frá stofnun félagsins, þar af um fimmtán hundruð frá komu kvikmyndaleikstjórans David Lynch til Íslands árið 2009 en sjóður hans í New York (David Lynch Foundation) niðurgreiddi námsgjöld fjölda Íslendinga.

Starfandi kennarar félagsins eru:

Ivanka Sljivic, ivanka@tm.org, sími: 861 2394
Kristin Arnbjörnsson, kristinn@tm.org, sími: 693 2502
Ari Halldórsson, ari@tm.org, sími: 820 2857
Árni Sigurðsson, arnisig@vedur.is, sími: 662 1362
Egill Arnaldur Ásgeirsson (í Neskaupstað), egilla@skolar.fjardabyggd.is, sími: 866 1171
Elke Jennrich (býr í Þýskalandi), info@elke-jennrich.de

Íslenska íhugunarfélagið
Þórunnartúni 2 (áður Skúlatún 2)
105 Reykjavík

Sími: 557 8008
Netfang: ihugun@tm.org
Vefsíða: ihugun.is

Hvað er Innhverf íhugun?

Innhverf íhugun er tærasta, einfaldasta og áhrifaríkasta íhugunaraðferð sem völ er á. Við iðkun hennar fer athygli hugans sjálfkrafa og áreynslulaust inn á við. Í kjölfarið kyrrist hugurinn, fer út fyrir svið hugsana og kemst í sitt hljóðasta og máttugasta ástand, þ.e.a.s. ástand tærrar vitundar eða innra sjálfs.

Hvernig virkar Innhverf íhugun?

Innhverf íhugun gerir huganum kleift að fara út fyrir svið hugsana á áreynslulausan og eðlilegan hátt og upplifa vökult hvíldarástand. Þessi reynsla af því að fara út fyrir svið hugsana og upplifa djúpa hvíld endurnærir hug og líkama og hefur í för með sér margs konar jákvæð áhrif í daglegu lífi.

Sérstaða tækninnar

Innhverf íhugun hefur algera sérstöðu. Hún er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum íhugunar- og slökunaraðferðum. Nýleg rannsókn á starfsemi heilans, meðan á íhugun eða hugleiðslu stendur, sýnir að flokka má íhugunaraðferðir í þrennt: einbeitingu,  gjörhygli (mindfulness) og sjálfvirka reynslu af „transcendental” vitund en það hugtak er notað til að lýsa því sem gerist í Innhverfri íhugun. Rannsóknin birtist í tímaritinu Vitund og skynjun (Consciousness and Cognition).

Kennslan er í tveimur hlutum: A-hluta (skrefin sjö) og B-hluta (eftirfylgni, sjá næsta flipa)

A-hluti: sjö skref

Skref 1 Kynningarfyrirlestur

Fjallað um kosti Innhverfrar íhugunar og hvernig tæknin er frábrugðin öðrum aðferðum. Spurningum svarað. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og án skuldbindingar um að læra. (1 klst.)

Kynningarfyrirlestrar er haldnir reglulega í miðstöð Íslenska íhugunarfélagsins í Þórunnartúni 2 í Reykjavík (áður Skúlatún). Fyrirlestrar er haldnir úti á landi eftir því sem því verður við komið.


Skref 2 Undirbúningsfyrirlestur

Gangverk íhugunar – hvernig hún virkar, af hverju auðvelt er að læra hana og áreynslulaust að iðka hana, hvernig hún er frábrugðin öðrum aðferðum og uppruni hennar. (45 mínútur – ókeypis)


Skref 3 Einkaviðtal

Einkaviðtal við sérmenntaðan íhugunarkennara. (10-15 mínútur – ókeypis)

Athugið: Hægt er að sameina skref 1, 2 og 3

Eftirfarandi skref (skref 4-7) eru fjóra daga í röð


Skref 4 Einkakennsla

Með sérmenntuðum kennara. (1-2 klukkustundir)


Skref 5 Fyrsti hópfundur

Til að staðfesta rétta iðkun og fá frekari leiðbeiningar (1-2 klst.)


Skref 6 Annar hópfundur

Að skilja gangverk íhugunar (1-2 klst.)


Skref 7 Þriðji hópfundur

Að skilja ólík stig andlegs þroska (1-2 klst.)

Most popular

No posts found.